Á árunum 2019-2021 renna fjölmargir kjarasamningar út. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er fjöldi lausra samninga mismikill á milli mánaða. Í mars 2019 losnuðu 153 samningar. Hafa ber í huga að þetta yfirlit er unnið eftir bestu yfirsýn ríkissáttasemjara yfir gerða kjarasamninga.

Á árinu 2019 losna 174 kjarasamningar. Þar af losnuðu 153 samningar þann 31. mars 2019.

Fjórir samningar munu losna á árinu 2020, einn í lok febrúar, einn í lok mars og tveir í desember.

Einn kjarasamningur mun renna út í febrúar 2021