Bryndís Hlöðversdóttir

Ríkissáttasemjari

Bryndís Hlöðversdóttir er lögfræðingur að mennt. Hún starfaði hjá Alþýðusambandi Íslands 1992-1995, var þingmaður Alþýðubandalags og síðar Samfylkingarinnar 1995-2005, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst 2005-2011, aðstoðarrektor skólans frá 2006 og rektor 2011-2013. Bryndís var starfsmannastjóri Landspítalans frá 2013 til júní 2015.

Auk framantalinna starfa hefur Bryndís setið í stjórnum fyrirtækja og stofnana, m.a. verið stjórnarformaður Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Á árunum 2010-2013 var hún varamaður í Félagsdómi, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands. Bryndís var skipuð ríkissáttsemjari árið 2015, til ársins 2020.

Skoða ferilskrá Bryndísar


Annað starfsfólk


Elísabet S. Ólafsdóttir
Skrifstofustjóri

Elísabet ber ábyrgð á rekstri og fjármálum embættisins, annast áætlanagerð, eignaskráningu og frágang reikninga til greiðslu, auk annarra tilfallandi verkefna.Emma Björg Eyjólfsdóttir
Fræðslu- og upplýsingafulltrúi

Emma heldur utan um fræðslu á vegum embættisins og heldur utan um vefsíðuna, auk annarra tilfallandi verkefna.Anna Sigríður Guðmundsdóttir
Móttökufulltrúi

Anna er í hálfu starfi og sér um móttöku gesta og kaffistofu í tengslum við fundi sem haldnir eru í húsakynnum þess, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.