Gerðardómur sem ríkissáttasemjari skipaði 8. júlí til að fjalla um afmörkuð atriði launaliðs sem ágreiningur var um í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur lokið störfum. Greinargerð og úrskurður gerðardóms er hér.
Ríkissáttasemjari skipaði gerðardóminn eftir að miðlunartillaga hans í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnhagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs var samþykkt að lokinni atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga. Samningsaðilar höfðu náð samkomulagi um öll meginatriði kjarasamnings utan afmarkaðra atriða launaliðs, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Ágreiningurinn á milli samningsaðila snerist um það hvort laun hjúkrunarfræðinga hjá stofnunum ríkisins væru í samræmi við ábyrgð, álag, menntun og inntak starfa þeirra samanborið við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá ríkinu. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara fól því í sér að hann skipaði gerðardóm til að fjalla um afmörkuð atriði launaliðs sem ágreiningur var um.
https://rikissattasemjari.is/wp-content/uploads/2020/06/images.jpg224224premishttps://rikissattasemjari.is/wp-content/themes/rikissattasemjari/images/Skjaldarmerki.svgpremis2020-09-01 14:30:462020-09-02 09:16:51Greinargerð og úrskurður gerðardóms í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs
https://rikissattasemjari.is/wp-content/uploads/2020/08/herjolfur.jpg267400Elísabet Ólafsdóttirhttps://rikissattasemjari.is/wp-content/themes/rikissattasemjari/images/Skjaldarmerki.svgElísabet Ólafsdóttir2020-08-19 09:51:322020-08-19 09:51:32Kjaradeila Sjómannafélags Íslands og SA v/Herjólfs aftur komin á borð ríkissáttasemjara
https://rikissattasemjari.is/wp-content/uploads/2020/05/norðurál.jpg469800Elísabet Ólafsdóttirhttps://rikissattasemjari.is/wp-content/themes/rikissattasemjari/images/Skjaldarmerki.svgElísabet Ólafsdóttir2020-08-10 10:33:342020-08-10 10:33:34Yfirvinnubann og verkföll í Norðuráli
Greinargerð og úrskurður gerðardóms í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs
Greinargerð og úrskurður gerðardóms
27. júní 2020 Afgerandi stuðningur við miðlunartillögu ríkissáttasemjara
21. júní 2020 Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins
Kjaradeila Sjómannafélags Íslands og SA v/Herjólfs aftur komin á borð ríkissáttasemjara
SA hefur vísað kjaradeilu við Sjómannafélag Íslands v/félagsmanna SÍ á Herjólfi til ríkissáttasemjara.
Samningsaðilar gerðu samkomulag um nýja viðræðuáætlun í júlí þar sem stefnt var að því að viðræðunum yrði lokið fyrir 17. ágúst.
Það tókst ekki og er kjaradeilan því komin á borð ríkissáttasemjara aftur.
Yfirvinnubann og verkföll í Norðuráli
Verkalýðsfélag Akraness og VR hafa boðað ótímabundið yfirvinnubann frá miðnætti 1. september og verkfall frá miðnætti 1. desember,
Samningar hafa verið lausir frá 1. janúar 2020 og var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara 26. maí sl.
Sáttamálum fjölgar hjá ríkissáttasemjara
Þrjú sáttamál bættust á borð ríkissáttasemjara júlí.
Verkfræðingafélag Íslands vísaði kjaradeilu við Landsnet vegna tæknfólks,
VM, RSÍ v/FÍR og FRV, FIT, VR og Hlíf vísuðu deilu sinni við Rio Tinto í Straumsvík
og VM, Félag Vélstjóra og málmtæknimanna v/félagsmanna er starfa hjá Hafrannsónarstofnun deilu við fjármála- og efnahagsráðherra.
Fjórtán kjaradeilur eru því til meðferðar hjá embættinu.