Fréttir

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skrifaði í dag undir kjarasamning við SA v/Isavia. 

Samningurinn gildir til 31. mars 2019.

Tveir kjarasamingar voru gerðir hjá ríkissáttasemjara í dag.

Eining – Iðja og SA v/Becromal skrifuðu undir samning sem gildir til 30. apríl 2018 og SFR og SA v/Isavia, gerðu samning til 31. mars 2019. Kjarasamningarnir fara í atkvæðagreiðslu hjá stéttarfélögunum og SA.

Félag íslenskra flugumferðarstjóra og  SNR v/Samgöngustofu gengu frá kjarasamningi í dag hjá ríkissáttasemjara.

Samningurinn gildir til 31. desember 2018.