Fréttir

Ársskýrsla ríkissáttasemjara fyrir árið 2016 er komin út og verður að þessu sinni eingöngu birt á nýrri heimasíðu embættisins,  en ekki gefin út á prenti.

Þrátt fyrir að gerðir hafi verið færri kjarasamningar á árinu 2016 en  árin á undan,  voru verkefnin ærin  og er ársskýrslan með veglegasta móti. Þar má finna upplýsingar um  kjarasamninga sem gerðir voru hjá ríkissáttasemjara á árinu, vinnustöðvanir og fundafjölda hjá embættinu ásamt upplýsingum um rekstur og fjármál embættisins.

Þá er greint frá ráðstefnu norrænna ríkissáttasemjara sem var haldin á Íslandi á síðasta ári. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár  og skiptast embættin á að bjóða til fundarins.

Á árinu hóf ríkissáttasemjari vinnu við umbótaverkefni hjá embættinu og er greint frá þeirri vinnu í skýrslunni og þeim verkefnum sem af henni leiða.

Þá er í ársskýrslunni yfirlit yfir dóma og úrskurði Félagsdóms frá árinu 2000 – 2016 og frekari greining á þeim.

Ársskýrsluna má nálgast hér

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skrifaði í dag undir kjarasamning við SA v/Isavia. 

Samningurinn gildir til 31. mars 2019.

Tveir kjarasamingar voru gerðir hjá ríkissáttasemjara í dag.

Eining – Iðja og SA v/Becromal skrifuðu undir samning sem gildir til 30. apríl 2018 og SFR og SA v/Isavia, gerðu samning til 31. mars 2019. Kjarasamningarnir fara í atkvæðagreiðslu hjá stéttarfélögunum og SA.

Félag íslenskra flugumferðarstjóra og  SNR v/Samgöngustofu gengu frá kjarasamningi í dag hjá ríkissáttasemjara.

Samningurinn gildir til 31. desember 2018.