Fréttir

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaradeilu við Kennarasamband Íslands vegna Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara.

Viðræður hafa staðið frá því í apríl síðastliðinn án árangurs og telur samninganefnd sveitarfélaganna útilokað að árangur verði af frekari viðræðum milli aðila án aðkomu embættis ríkissáttasemjara

FVFÍ, Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað vinnustöðvun félagsmanna sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands og mun það hefjast 28. október nk. kl. 23.59.

18 flugvirkjar voru á kjörskrá og 16 tóku þátt í atkvæðagreiðslu.

14 sögðu já eða 87,5%

2 tóku ekki afstöðu eða 12,5%

Verkfallið nær til allra verka sem flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna á vegum Landhelgisgæslunnar, að undanskildum lögboðnum löggæslu- og björgunarflugverkefnum sem unnin eru á grundvelli laga nr 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands.

Sameyki og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa gengið frá kjarasamningi til 31. mars 2023.

Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019

Samkomulag hefur náðst í kjaradeilu Landssambands lögreglumanna og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs.

Skrifað var undir nýjan kjarasamning nú á sjötta tímanum.

Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.