Fréttir

Nýtt sáttamál

Máli Flugfreyjufélagi Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair var vísað til ríkissáttasemjara 5. apríl. Málið er það sjötta sem kemur til meðferðar hjá ríkissáttasemjara á árinu.

Samningafundi frestað

Vinnufundum Starfsgreinasambandsins, Eflingar, VR, VLFA, VLFG, LÍV, Framsýnar og SA sem hafa staðið yfir frá klukkan 9:00 í morgun hefur verið frestað til klukkan 8:00 í fyrramálið.

Til fjölmiðla

Uppúr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að standa til 1. nóvember 2022.

Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda aðila en það verður nánar útfært af samningsaðilum á morgun og kynnt í kjölfarið.