Fréttir

Máli Verkalýðsfélags Akraness, VR, FIT, RSÍ og Stéttarfélags Vesturlands og Samtaka atvinnulífsins vegna Norðuráls hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Kjarasamningur aðila rann út 31. desember 2019.

Máli Eflingar – stéttarfélags og Samtaka sjálfstæðra skóla hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Boðað verður til fundar í málinu innan tíðar.

Máli Sjómannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Herjólfs hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Boðað verður til fundar í málinu innan tíðar.

Flugvirkjafélag Íslands hefur vísað kjaradeilu við fjármála-og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs  v/Landhelgisgæslu Íslands, til ríkissáttasemjara.

Boðað verður til sáttafundar í deilunni innan tíðar.