Fréttir

Að gefnu tilefni vill embættið koma því á framfæri að ekki var lögð fram sáttatillaga af hálfu aðstoðarsáttasemjara í máli Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Á fundi sem lauk um fjögurleytið í nótt fóru fram þreifingar á milli samningsaðila en engin sáttatillaga var lögð fram.

Fundi Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair lauk um klukkan 4:00 í nótt. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í málinu.

Sáttafundi Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) og SA vegna Icelandair sem hófst klukkan 13:00 í gær lauk á þriðja tímanum í nótt. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Vinnustöðvun félagsmanna FVFÍ sem starfa hjá Icelandair hófst klukkan 6:00 í morgun.

Fundi samninganefnda FVFÍ og SA vegna Icelandair lauk klukkan rúmlega 18:00. Næsti fundur í málinu hefur verið boðaður á morgun, fimmtudaginn 14. desember klukkan 14:00.