Fréttir

Nýju sáttamáli var vísað til ríkissáttasemjara í dag; máli Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins. Málið er það fyrsta sem vísað er til ríkissáttasemjara á árinu 2019.

Vegna ónógrar þátttöku hefur fyrirhugaðri námstefnu í samningagerð dagana 14.-16. janúar verið aflýst. Námstefna í samningagerð verður næst í boði á árinu 2020.

Máli Verkalýðsfélags Akraness, Eflingar og VR og SA hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Málið er það tíunda sem vísað er til embættisins á árinu.

Ákveðið hefur verið að halda eina námstefnu í samningagerð dagana 14.-16. janúar ef næg þátttaka næst. Áhugasöm eru eindregið hvött til að skrá sig fyrir 21. desember en þann dag verður endanleg ákvörðun um námstefnuna tekin. Skráning fer fram á vef ríkissáttasemjara. Emma Björg Eyjólfsdóttir veitir nánari upplýsingar í síma 511-4411.