Fréttir

Nýtt sáttamál á borð ríkissáttasemjara

Blaðamannafélag Íslands vísaði í dag kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur í kjaradeilunni verður haldinn 28. júní kl. 10.00.

Tveimur kjaradeilum vísað til ríkissáttasemjara

Starfsgreinasamband Íslands og Efling hafa vísað kjaradeilum við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttsemjara.

Boðað hefur verið til fyrsta fundar miðvikudaginn 5. júní.

Nýtt sáttamál

Máli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Air Iceland Connect hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Málið er það níunda sem vísað er til embættisins á árinu. Boðað verður til fyrsta fundar innan tíðar.