Fréttir

Félag iðn- og tæknigreina, Verkalýðsfélag Akraness, Stéttarfélag Vesturlands, VR og Rafniðnaðarsamband Íslands undirrituðu kjarasamning við Norðurál á Grundartanga, nú á sjöunda tímanum.

Samningur gildir til 31. desember 2024.

Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara undirritaði í kvöld kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Samningurinn gildir frá 1. september 2020 til desember 2021.

Starfsmenn Rio Tinto í  fimm verkalýðsfélögum hafa boðað til verkfalla   í Straumsvík, sem hefjast 16. októ­ber.

Verkalýðfélagið Hlíf samþykkti verkfallsboðun með 80% greiddra atkvæða,

FIT – Félag iðn og tæknigreina samþykkti með 87%,

í Félagi rafeindavirkja voru 86% samþykkir verkfalli,

91% í Félagi íslenskra rafvirkja

og  85% í VM.

Ákveðnar starfs­stétt­ir fara í dag­leg verk­föll út nóv­em­ber en ef ekki tekst að semja fyr­ir lok þess mánaðar hefst alls­herj­ar­verk­fall 1. desember.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaradeilu við Kennarasamband Íslands vegna Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara.

Viðræður hafa staðið frá því í apríl síðastliðinn án árangurs og telur samninganefnd sveitarfélaganna útilokað að árangur verði af frekari viðræðum milli aðila án aðkomu embættis ríkissáttasemjara