Fréttir

Kjarasamningar starfsmanna Rio Tinto í Straumsvík voru samþykktir með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu.

Iðnaðarmenn samþykktu samninginn með 85% atkvæða, þátttaka í atkvæðagreiðslunni var rúmlega 90%.

Félagar í Verkalýðsfélaginu Hlíf og VR samþykktu með 89% greiddra atkvæða og þátttakan var tæp 70%.

Boðuðum verkföllum hefur verið aflýst.

Hlíf, RSÍ, FIT, VM og VR og SA v/Rio Tinto hafa undirritað kjarasamning fyrir starfsmenn álversins.

Samningurinn gildir til 31. maí 2021.

Kennarasamband Íslands v/Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa vísað kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara.

Kjarasamningur milli aðila hefur verið laus síðan 30. júní 2019, og samningaviðræður staðið frá því í apríl síðastliðnum án þess niðurstaða næðist.

Efling stéttarfélag og SSSK, Samtök sjálfstæðra skóla  hafa undirritað kjarasamning til 31. maí 2023. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019.