Fréttir

Eftir annasamt ár eru áform um að veita sumarfrí hjá ríkissáttasemjara í júlí, eins og undanfarin ár. Áfram verður þó unnið að sáttamálum ef brýna nauðsyn ber til.

Máli Fræðagarðs, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélags lögfræðinga og Félags íslenskra félagsvísindamanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur í málinu verður boðaður innan tíðar.

Máli Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Félags skipstjórnarmanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Boðað verður til fundar í málinu innan tíðar.

Máli Verkalýðsfélags Akraness, VR, FIT, RSÍ og Stéttarfélags Vesturlands og Samtaka atvinnulífsins vegna Norðuráls hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Kjarasamningur aðila rann út 31. desember 2019.