Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt hóp aðstoðarsáttasemjara á grundvelli heimildar í 4. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938, en þar segir að ríkissáttasemjari geti tilnefnt aðstoðarsáttasemjara til að aðstoða sig við lausn vinnudeilu eða vinna sjálfstætt að lausn einstakrar vinnudeilu. Framvegis mun einn eða fleiri úr þeim hópi vera kallaður til aðstoðar í hverju sáttamáli ásamt ríkissáttasemjara. Markmið breytinganna er að bæta þjónustu embættisins við aðila vinnumarkaðarins, með því að efla sáttamiðlun og stuðla að aukinni skilvirkni embættisins við kjarasamningagerðina.
Hóp aðstoðarsáttasemjara skipa:
Aðalsteinn Leifsson Framkvæmdastjóri hjá EFTA
Ástráður Haraldsson Héraðsdómari
Bergþóra Ingólfsdóttir Héraðsdómari
Elín Blöndal Lögfræðingur og markþjálfi
Elísabet S. Ólafsdóttir Skrifstofustjóri ríkissáttasemjara
Guðbjörg Jóhannesdóttir Sóknarprestur og MA í sáttamiðlun
Helga Jónsdóttir Lögfræðingur
Ingibjörg Þorsteinsdóttir Héraðsdómari
Jóhann Ingi Gunnarsson Sálfræðingur og ráðgjafi
Kristín Ingólfsdóttir Fyrrverandi rektor Háskóla Íslands
Magnús Jónsson Fyrrverandi Veðurstofustjóri
Þórður S. Gunnarsson Lögmaður
Þetta eru öflugir einstaklingar sem hafa mikla reynslu í farteskinu ýmist á sviði sáttamiðlunar, samningatækni, ráðgjafar, vinnuréttar eða stjórnunar sem án efa getur nýst vel við samningaborðið. Hópurinn hefur hist í tvígang og setið námskeið hjá okkur til að undirbúa sig undir verkefnið. Ég tel að einstaklega vel hafi tekist til við að manna þennan hóp og hlakka mikið til að vinna með þeim.
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari
Nánari kynning á sáttasemjurunum og bakgrunni þeirra verður birt hér á heimasíðu embættisins von bráðar.
Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag. Málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 9. nóvember 2018 og voru haldnir 6 fundir í málinu.
Nýi samningurinn gildir frá 1. febrúar 2018 til 1. febrúar 2021.
Ríkissáttsemjari minnir á að samkvæmt 23. grein laga 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur skulu viðsemjendur skila viðræðuáætlun til ríkissáttasemjara eigi síðar en 10 vikum áður en samningar renna út. Þann 31. mars renna 152 samningar út og er síðasti skiladagur viðræðuáætlana vegna þeirra föstudagurinn 18. janúar.
https://rikissattasemjari.is/wp-content/uploads/2017/03/DSC4643-e1490888300610.jpg6501300Emma Björg Eyjólfsdóttirhttps://rikissattasemjari.is/wp-content/themes/rikissattasemjari/images/Skjaldarmerki.svgEmma Björg Eyjólfsdóttir2019-01-16 10:14:292019-01-16 10:22:28Skil viðræðuáætlana vegna samninga sem renna út 31. mars
Nýju sáttamáli var vísað til ríkissáttasemjara í dag; máli Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins. Málið er það fyrsta sem vísað er til ríkissáttasemjara á árinu 2019.
Aðstoðarsáttasemjarar
Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt hóp aðstoðarsáttasemjara á grundvelli heimildar í 4. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938, en þar segir að ríkissáttasemjari geti tilnefnt aðstoðarsáttasemjara til að aðstoða sig við lausn vinnudeilu eða vinna sjálfstætt að lausn einstakrar vinnudeilu. Framvegis mun einn eða fleiri úr þeim hópi vera kallaður til aðstoðar í hverju sáttamáli ásamt ríkissáttasemjara. Markmið breytinganna er að bæta þjónustu embættisins við aðila vinnumarkaðarins, með því að efla sáttamiðlun og stuðla að aukinni skilvirkni embættisins við kjarasamningagerðina.
Hóp aðstoðarsáttasemjara skipa:
Aðalsteinn Leifsson Framkvæmdastjóri hjá EFTA
Ástráður Haraldsson Héraðsdómari
Bergþóra Ingólfsdóttir Héraðsdómari
Elín Blöndal Lögfræðingur og markþjálfi
Elísabet S. Ólafsdóttir Skrifstofustjóri ríkissáttasemjara
Guðbjörg Jóhannesdóttir Sóknarprestur og MA í sáttamiðlun
Helga Jónsdóttir Lögfræðingur
Ingibjörg Þorsteinsdóttir Héraðsdómari
Jóhann Ingi Gunnarsson Sálfræðingur og ráðgjafi
Kristín Ingólfsdóttir Fyrrverandi rektor Háskóla Íslands
Magnús Jónsson Fyrrverandi Veðurstofustjóri
Þórður S. Gunnarsson Lögmaður
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari
Nánari kynning á sáttasemjurunum og bakgrunni þeirra verður birt hér á heimasíðu embættisins von bráðar.
Kjarasamningur undirritaður
Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag. Málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 9. nóvember 2018 og voru haldnir 6 fundir í málinu.
Nýi samningurinn gildir frá 1. febrúar 2018 til 1. febrúar 2021.
Skil viðræðuáætlana vegna samninga sem renna út 31. mars
Ríkissáttsemjari minnir á að samkvæmt 23. grein laga 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur skulu viðsemjendur skila viðræðuáætlun til ríkissáttasemjara eigi síðar en 10 vikum áður en samningar renna út. Þann 31. mars renna 152 samningar út og er síðasti skiladagur viðræðuáætlana vegna þeirra föstudagurinn 18. janúar.
Fyrsta sáttamáli ársins 2019 vísað til ríkissáttasemjara
Nýju sáttamáli var vísað til ríkissáttasemjara í dag; máli Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins. Málið er það fyrsta sem vísað er til ríkissáttasemjara á árinu 2019.