Fréttir

Námstefna í samningagerð – síðustu forvöð

Enn er einhver sæti laus á Námstefnu í samningagerð sem haldin verður í maí. Námstefnan í október er orðin full en tekið er við skráningum á biðlista.

Við hvetjum því þau sem vilja tryggja sér sæti til að skrá sig sem allra fyrst á Námstefnuna 2.-4. maí.

Skráningareyðublað og nánari upplýsingar má nálgast hér.

Námstefna í samningagerð – skráning

Enn er tekið við skráningum á Námstefnu í samningagerð sem haldin verður á Bifröst dagana 2.-4. maí. Á námstefnunni býðst samninganefndum stéttarfélaga og launagreiðenda einstakt tækifæri til að hittast, deila þekkingu og reynslu og ræða bestu leiðir í samningagerð.

Hér má nálgast dagskrá Námstefnunnar, nánari upplýsingar og skráningareyðublað.

Upplýsingar veitir Emma Björg Eyjólfsdóttir í síma 511-4411 eða emma@rikissattasemjari.is

Vinnustöðvun boðuð

Vinnustöðvun hefur verið boðuð í máli Flugvirkjafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna félagsmanna sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 9. mars.

Náist samningar ekki mun ótímabundið verkfall hefjast klukkan 7:30 þann 25. apríl 2018.

Kjarasamningur undirritaður

Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Air Iceland connect undirrituðu kjarasamning rétt um klukkan 16 í dag. Fyrri kjarasamningur aðila rann út í ársbyrjun 2018 og höfðu nokkrir fundir verið haldnir áður en málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 20. mars sl.

Fundurinn í dag var annar sáttafundurinn sem haldinn var undir stjórn ríkissáttasemjara.