Fréttir

FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur boðað verkfall f.h. félagsmanna sinna hjá Bluebird Nordic.

Verkfallið hefst kl. 00.01, 1. febrúar hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.

Á kjörskrá voru 10 og tóku allir þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu  verkfallsboðun.

Verkfallsaðgerðirnar fela í sér ótímabundið verkfall meðal flugmanna Bluebird Nordic sem eru félagsmenn í FÍA.

FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur vísað kjaradeilu sinni við Blubird Nordic (Bláfugl til ríkissáttasemjara.

Kjarasamningurinn nær til 11 félagsmanna FÍA og rann út 31. mars 2020.

AFL starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa vísað kjaradeilu við Alcoa fjarðaál til sáttasemjara.

Síðast gildandi kjarasamningur rann út 1. mars 2020.

Kennarasamband Íslands v/Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum gengu frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga í kvöld.

Samningurinn gildir til 31. desember 2021.

Málinu var vísað til ríkissáttasemjara 23. október og haldnir voru 8 sáttafundir auk vinnufunda.