Fréttir

Undirritun kjarasamnings

Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Air Atlanta Icelandic undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag.

Kjarasamningur undirritaður

Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair undirrituðu kjarasamning þann 10. febrúar. Málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 26. september síðastliðinn.

Máli Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins vísað til ríkissáttasemjara

Máli Ljósmæðrafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Málið er annað málið sem vísað er til embættisins á árinu. Ríkissáttasemjari hefur nú átta sáttamál til meðferðar.

Fyrsta sáttamáli ársins vísað til ríkissáttasemjara

Fyrsta sáttamáli ársins var vísað til ríkissáttasemjara í dag. Þetta er mál nr. 1/2018 – Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands og ríkið. Fyrsti fundur í málinu verður haldinn innan tíðar.