Fréttir

Fundi FVFÍ og SA v. Icelandair lokið

Fundi Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair lauk klukkan 17:00 í dag. Næsti fundur í málinu hefur verið boðaður mánudaginn 11. desember klukkan 13:00.

Nýtt sáttamál hjá ríkissáttasemjara

Máli Kennarasambands Íslands vegna framhaldsskóla og Samninganefndar ríkisins var vísað til ríkissáttasemjara þann 21. nóvember 2017. Þetta er 10. málið sem vísað er til ríkissáttasemjara á árinu.

Framkvæmdir hjá ríkissáttasemjara

Nú standa yfir framkvæmdir á húsakynnum ríkissáttasemjara. Unnið er að endurbótum á norðurálmu húsnæðisins með það að markmiði að nýta rýmið betur, fjölga fundasölum og bæta fundaaðstöðuna. Á meðan á þessu stendur færist öll starfsemi embættisins í suðurálmu. Í ljósi þess er óhjákvæmilegt að erfiðara verði að verða við óskum um fundaaðstöðu í óvísuðum málum. Við vonum að framkvæmdirnar valdi sem minnstum óþægindum en áætlaður framkvæmdatími er 2-3 mánuðir. Við hlökkum til að kynna endurbætt húsakynni á nýju ári

Nýtt sáttamál hjá ríkissáttasemjara

Máli Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) og SA vegna Air Atlanta Icelandic hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur í málinu hefur verið boðaður þann 8. nóvember næstkomandi.