Entries by Emma Björg Eyjólfsdóttir

Viðræðuáætlanir

Ríkissáttasemjari minnir samningsaðila á að nú eru 8 vikur til áramóta en þá renna 82 kjarasamningar út. Samkvæmt 23. grein laga 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur skulu viðsemjendur skila viðræðuáætlun til ríkissáttasemjara eigi síðar en 10 vikum áður en samningar renna út. Því er frestur til að skila viðræðuáætlun liðinn. Ríkissáttasemjari vill hvetja samningsaðila sem […]

Námstefna í samningagerð 1.-3. október

Námstefna í samningagerð var haldin í annað sinn dagana 1.-3. október. Tæplega 80 manns sem eiga sæti í samninganefndum bæði stéttarfélaga og launagreiðenda á almennum og opinberum vinnumarkaði tóku þátt og fræddust um ýmis atriði sem hjálpað geta til við kjarasamningagerðina. Hér má nefna atriði á borð við góð samskipti, teymisvinnu, lög og reglur á […]

Ådne Cappelen í heimsókn

Dagana 3.-5. október er Ådne Cappelen, hagfræðingur á norsku hagstofunni og formaður nefndar um tölfræðilegan undirbúning kjarasamningana í Noregi (TBU), í heimsókn hér á landi á vegum Embættis ríkissáttasemjara og Forsætisráðuneytisins. Ådne Cappelen flutti fróðlegan fyrirlestur um starfsemi TBU í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag sem var sóttur af fulltrúm aðila vinnumarkaðarins, Hagstofunnar, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins […]

Fundur norrænna ríkissáttasemjara í Kaupmannahöfn

Annað hvert ár hittast ríkissáttasemjarar allra norðurlanda á fundum þar sem rætt er um það sem ber hæst í starfsemi hvers embættis fyrir sig. Embættin skiptast á að halda fundinn og í þetta sinn fer hann fram í Kaupmannahöfn. Hver ríkissáttasemjari flytur skýrslu um helstu atriði í starfseminni frá síðasta fundi. Að auki er þema […]

Fullbókað á námstefnu í samningagerð 5.-7. nóvember

Fullbókað er á námstefnu í samningagerð dagana 1.-3. október og 5.-7. nóvember. Áhugasömum er bent á að skrá sig annað hvort 15.-17. október eða 19.-21. nóvember. Námstefnurnar verða haldnar á B59 hótel í Borgarnesi. Markmið þeirra er að ▪ Efla færni samninganefndarfólks ▪ Auka fagmennsku við kjarasamningaborðið ▪ Stuðla að órofa samningaferli Námstefnurnar eru hugsaðar […]

Námstefna í samningagerð haldin fjórum sinnum í haust

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á námstefnu í samningagerð dagana 15.-17. október, til viðbótar við þær dagsetningar sem áður hafa verið auglýstar. Áhugasöm eru hvött til að skrá sig til þátttöku sem fyrst en enn eru laus sæti dagana 15.-17. október, 5.-7. nóvember og 19.-21. nóvember. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningaeyðublað má finna hér […]

Niðurstaða gerðardóms í máli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnhagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs

Í dag hefur gerðardómur í ágreiningi Ljósmæðrafélags Íslands og efnahags- og fjármálaráðherra skilað úrskurði sínum til ríkissáttasemjara Viðfangsefni dómsins er eins og segir í miðlunartillögu ríksáttassemjara frá 21. júli 2018  „… að leggja mat á hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við ábyrgð, álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra og hvort og þá að hvaða […]

Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu

Ríkissáttasemjari hefur skipað gerðardóm í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Dóminn skipa þau Magnús Pétursson, fyrrum ríkissáttasemjari sem jafnframt er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og Bára Hildur Jóhannsdóttir, deildarstjóri mönnunar og starfsumhverfisdeildar Landspítala og ljósmóðir. Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum. Djúpstæður […]