Entries by Emma Björg Eyjólfsdóttir

Bæjarstarfsmenn undirrita kjarasamning – verkföllum aflýst

Kjarasamningur hefur verið undirritaður á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB. Samhliða undirritun kjarasamningsins hefur vinnustöðvunum félaganna gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga verið aflýst. Samningurinn tekur til um 7000 starfsmanna sveitarfélaga um allt land og gildir til 31. mars 2023. Þau félög sem hafa undirritað kjarasamninginn og aflýst verkföllum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru: […]

Starfsgreinasambandið og fjármála- og efnahagsráðherra f.h ríkissjóðs undirrita kjarasamning

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 18 aðildarfélaga sambandsins, og samninganefnd ríkisins undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Samningurinn gildir til 31. mars 2023. Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna og er ráðgert að atkvæðagreiðslu um hann ljúki 26. mars.

Vinnustöðvanir Eflingar – stéttarfélags

Embætti ríkissáttasemjara hafa borist tvær tikynningar um vinnustöðvanir frá Eflingu – stéttarfélagi. Vinnustöðvanirnar eru ótímabundnar og hefjast klukkan 12:00 mánudaginn 9. mars. Annars vegar er um að ræða boðun vinnustöðvunar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Vinnustöðvunin tekur til allra félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus skv. kjarasamningi Eflingar og Sambands […]