Entries by Emma Björg Eyjólfsdóttir

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt

Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Ljósmæðarafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er lokið. Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1% atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91%. Þá samþykkti Fjármála- og efnahagsráðherra miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. […]

Miðlunartillaga lögð fram í ljósmæðradeilu og verkfalli aflýst

Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningur aðila frá 29. maí sl. og gildistími er 31. mars 2019. Djúpstæður ágreiningur hefur verið í milli samningsaðila um það hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og […]

Undirritun kjarasamnings

Samninganefndir VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Félags skipstjórnarmanna annars vegar og Samtaka atvinnulífsins vegna skipstjórnarmanna og vélstjóra á skipum og bátum fyrirtækja í ferðaþjónustu hins vegar undirrituðu kjarasamning síðdegis í dag. Málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 4. maí 2016. Fundurinn í dag var sá 27. í málinu.

Nils Dalseide er látinn

Nils Dalseide ríkissáttasemjari í Noregi er látinn, 65 ára að aldri eftir stutta sjúkdómslegu. Hann hóf störf hjá sáttasemjaraembættinu árið 2004 og var skipaður ríkissáttasemjari 1. september 2013. Áður hafði hann starfað sem dómari um langt skeið. Nils naut mikillar virðingar hjá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum í Noregi og hafði mikil áhrif á þróun mála […]

Nýtt sáttamál

Ríkissáttasemjari hefur fengið nýtt sáttamál til meðferðar en það er mál Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Norðurflugs ehf. Málið er hið sjöunda sem vísað er til meðferðar hjá ríkissáttasemjara á árinu. Fyrsti fundur verður boðaður fljótlega.