Entries by Emma Björg Eyjólfsdóttir

Kjarasamningur undirritaður

Samninganefndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra og SA vegna Isavia undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Máli FÍF og SA v. Isavia var vísað til ríkissáttasemjara þann 13. apríl 2019. Samningurinn gildir til 31. desember 2020. Atkvæðagreiðsla um samninginn mun fara fram á næstu dögum.

Undirritun kjarasamnings

Á fjórða tímanum í dag var undirritaður kjarasamningur á milli 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023. Um 4.000 félagar í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins munu greiða atkvæði um samninginn og lýkur atkvæðagreiðslunni þann 10. febrúar.

Sáttamál til meðferðar 2020

Af þeim 42 málum sem vísað var til ríkissáttasemjara á árinu 2019 eru 34 enn í vinnslu á árinu 2020. Aðallega er um að ræða mál aðildarfélaga BSRB við ríki og sveitarfélög en einnig nokkur mál flugstétta og viðsemjenda á almennum vinnumarkaði, mál Blaðamannfélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins og mál Hlífar, VR, Rafiðnaðarsambandsins, VM – […]

Kjaratölfræðinefnd tekur til starfa

Fyrsti fundur Kjaratölfræðinefndar var haldinn í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Samkomulag um stofnun Kjaratölfræðinefndar var undirritað þann 15. maí sl. en hún er samstarf heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga um undirbúning og eftirfylgni kjarasamninga. Markmiðið er að aðilar samkomulagsins hafi sameiginlegan skilning á þeim hagtölum sem mestu máli skipta við gerð kjarasamninga. Aðild að […]

Fyrsti fundur nýs Þjóðhagsráðs haldinn í dag

Fyrsti fundur nýs Þjóðhagsráðs var haldinn í Ráðherrabústaðnum í dag en samkomulag um hlutverk og umgjörð Þjóðhagsráðs var undirritað þann 18. júní síðastliðinn. Markmið Þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Í Þjóðhagsráði sitja forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, […]

Vinnustöðvun

Blaðamannfélag Íslands hefur boðað vinnustöðvun vegna félagsmanna sem starfa hjá Árvakri, Ríkisútvarpinu, Sýn og Torgi. Vinnustöðvunin er tímabundin og framkvæmist svo: Ljósmyndarar og tökumenn hjá ofangreindum atvinnurekendum og blaða- og fréttamenn á netmiðlum þeirra (mbl.is, visir.is, frettabldid.is og ruv.is) munu leggja niður störf á neðangreindum tímum: föstudaginn 8. nóvember 2019 klukkan 10:00-14:00 föstudaginn 15. nóvember […]