Entries by Emma Björg Eyjólfsdóttir

Nefnd um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga í samræmi við niðurstöðu fundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launatölfræði sem fram fór í janúar sl. Emma Björg Eyjólfsdóttir, sérfræðingur hjá ríkissáttasemjara mun sitja í nefndinni fyrir hönd embættisins. Nefndinni er ætlað að ljúka störfum fyrir árslok 2018.  

Námstefna í samningagerð

Á árinu 2018 mun ríkissáttasemjari standa fyrir námstefnu í samningagerð fyrir íslenskt samninganefndafólk. Námstefnan fer fram á Bifröst og verður haldin tvisvar sinnum á árinu; 2.-4. maí og 1.-3. október og geta þátttakendur valið á milli þessara dagsetninga. Á námstefnunni verður fjallað um þætti á borð við leikreglur á vinnumarkaði, samskipti og ábyrgð, góða samningahætti […]

Ráðstefna sænska ríkissáttasemjarans í Stokkhólmi

Í dag fór fram ráðstefna í Stokkhólmi í tengslum við útgáfu á ársskýrslu ríkissáttasemjara í Svíþjóð fyrir árið 2017. Til ráðstefnunnar mættu um 300 fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins, ráðuneyti vinnumála, hagstofunni og seðlabankanum. Starfsmenn ríkissáttasemjara opnuðu ráðstefnuna með því að gera grein fyrir árinu 2017 á sænskum vinnumarkaði, meðal annars gerðum kjarasamningum, deilum á vinnumarkaði, […]