Entries by Emma Björg Eyjólfsdóttir

Framkvæmdir hjá ríkissáttasemjara

Nú standa yfir framkvæmdir á húsakynnum ríkissáttasemjara. Unnið er að endurbótum á norðurálmu húsnæðisins með það að markmiði að nýta rýmið betur, fjölga fundasölum og bæta fundaaðstöðuna. Á meðan á þessu stendur færist öll starfsemi embættisins í suðurálmu. Í ljósi þess er óhjákvæmilegt að erfiðara verði að verða við óskum um fundaaðstöðu í óvísuðum málum. […]

Máli FÍN og SNR vísað til ríkissáttasemjara

Máli Félags íslenskra náttúrufræðinga og Samninganefndar ríkisins var vísað til ríkissáttasemjara í dag. Málið er það fimmta sem ríkissáttasemjari hefur til meðferðar nú um stundir en önnur mál á borði ríkissáttasemjara eru mál Félags íslenskra atvinnuflugmanna og SA v. Icelandair, mál Flugvirkjafélags Íslands og SA v. Icelandair, mál Flugfreyjufélags Íslands og Primera Air Nordic SIA […]

Opnað fyrir skráningar

Opnað hefur verið fyrir skráningar á sameiginlega námstefnu í samningagerð fyrir allt samninganefndafólk á Íslandi sem ríkissáttasemjari mun bjóða upp á í maí og september 2018. Námstefnan verður haldin á Bifröst í Borgarfirði og á henni verður farið yfir ýmsa þætti sem skipta máli fyrir undirbúning kjarasamningagerðar. Drög að dagskrá og skráningareyðublað má nálgast hér.

Námstefna í samningagerð

Í maí og september 2018 mun ríkissáttasemjari standa fyrir sameiginlegri fræðslu fyrir allt samninganefndafólk á Íslandi, en mælt er með slíkri fræðslu af Alþjóðavinnumálastofnuninni. Gróflega má áætla að á bilinu 300-400 manns eigi sæti í samninganefndum í hverri kjarasamningalotu. Námstefnan verður haldin á Bifröst en á henni verður tekið á fjölmörgum atriðum sem skipta máli […]

Lausir kjarasamningar framundan

Nokkur fjöldi kjarasamninga losnar á seinni hluta árs 2017, eða 37, og þar af losna 29 samningar þann 31. ágúst. Þar á meðal er gerðardómur 18 aðildarfélaga BHM og íslenska ríkisins og samningur Skurðlæknafélags Íslands við íslenska ríkið. Síðar í haust renna út 4 kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands, 5 samningar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara […]

Af vettvangi Félagsdóms

Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og hefur það hlutverk að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins. Á árinu 2016 féllu alls 14 dómar og úrskurðir í Félagsdómi, 3 úrskurðir og 11 dómar. Það eru nokkru færri dómar og úrskurðir en árið 2015 sem var metár hjá Félagsdómi en […]