Félag skipstjórnarmanna hefur vísað kjaradeilu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi til ríkissáttasemjara.
Kjarasamningurinn nær til 470 skipstjóra og stýrimanna á fiskiskipum og hefur verið laus frá 1. desember 2019.
Félag skipstjórnarmanna hefur vísað kjaradeilu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi til ríkissáttasemjara.
Kjarasamningurinn nær til 470 skipstjóra og stýrimanna á fiskiskipum og hefur verið laus frá 1. desember 2019.
Greinargerð og úrskurður gerðardóms í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands vegna flugvirkja er starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands annars vegar og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hins vegar.
Sjómannasamband Ísland hefur vísað kjaradeilu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi til ríkissáttasemjara.
Innan Sjómannasambandsins eru 16 stéttarfélög sjómanna með rúmlega 1400 félagsmenn, og hefur SSÍ umboð fyrir þau öll.
Samningar hafa verið lausir frá 1. desember 2019.
FFÍ, Flugfreyjufélag Íslands og SA v/Flugfélags Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning.
Samningurinn gildir 1. febrúar 2021 til 30. september 2025 og nær til 18 flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands.
Nýr kjarasamningur milli Alcoa Fjarðaáls, AFLs starfgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands var undirritaður í dag. Samningurinn gildir í þrjú ár frá 1. mars 2020 til 28. febrúar 2023 og er afturvirkur í eitt ár.
Undirritunin fór fram í matsal Aloca á Reyðarfirði.
Kennarasamband Íslands f.h. Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hefur vísað kjaradeilu við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, til ríkissáttasemjara.
Um 1500 félagsmenn FF og FS starfa eftir kjarasamningnum sem hefur verið laus síðan 31. desember 2020.