Eftir 22 klst. fundalotu um helgina undirrituðu samninganefndir Eflingar – stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga kjarasamning, laust fyrir miðnætti  á sunnudagskvöldið.

Samningurinn gildir til 31. mars 2023.

Verkfalli Eflingar hefur verið aflýst.