Samninganefndir Félags fréttamanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Ríkisútvarpsins undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Málið var það fyrsta sem vísað var til ríkissáttasemjara á árinu en vísunin barst embættinu þann 22. janúar.