Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á fjórða tímanum í nótt. Samningurinn tekur til um 1850 félagsmanna Eflingar. Verkfalli Eflingar, sem hófst með eins og tveggja daga verkföllum í febrúar en hefur staðið yfir ótímabundið frá 17. febrúar hefur verið aflýst.