Samninganefndir Sameykis og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs undirrituðu kjarasamning um klukkan 5 í nótt. Verkfallsaðgerðum Sameykis gagnvart ríkinu, sem hófust á miðnætti hefur verið aflýst. Kjarasamningur nær til um 4000 félagsmanna Sameykis sem starfa hjá ríkinu. Samningurinn gildir til 31. mars 2023.