Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 18 aðildarfélaga sambandsins, og samninganefnd ríkisins undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Samningurinn gildir til 31. mars 2023.

Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna og er ráðgert að atkvæðagreiðslu um hann ljúki 26. mars.