Samninganefndir Sameykis og Strætó bs undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 15:00. Málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 31. janúar sl en kjarasamningur aðila rann út 31. mars 2019. Kjarasamningurinn bíður staðfestingar félagsmanna í atkvæðagreiðslu en hann gildir til 30. september 2023.