Kjarasamningur var undirritaður á milli Samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins á öðrum tímanum í nótt.
Að samfloti iðnaðarmanna standa Rafiðnaðarsamband Íslands, VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Samiðn, Matvís, Félag hársnyrtisveina, Grafía og Byggiðn.
Málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 26. febrúar síðastliðinn og í því voru haldnir 22 fundir undir stjórn ríkissáttasemjara, bæði vinnufundir og formlegir sáttafundir. Alls stóðu fundir í um 120 klukkustundir.
Áætlað er að samningarnir taki til um 13.000 manns.