Um klukkan 6:30 lauk fundi hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna Landhelgisgæslunnar.

Fundurinn stóð í 17 klukkustundir og lauk með gerð nýs kjarasamnings. Þetta var 7. fundur hjá ríkissáttasemjara en málinu var vísað til embættisins 9. mars.

Síðastgildandi kjarasamningur rann út 31. ágúst 2017.

Verkfallinu, sem hefjast átti klukkan 7:30 þann 25. apríl, var frestað til klukkan 7:30 þann 11. maí.