Sáttafundi Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) og SA vegna Icelandair sem hófst klukkan 13:00 í gær lauk á þriðja tímanum í nótt. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Vinnustöðvun félagsmanna FVFÍ sem starfa hjá Icelandair hófst klukkan 6:00 í morgun.